Eldisbátum Kaldvíkur var stillt upp við sjóhúsið og við lokun kauphallarinnar á slaginu hálf fimm þeyttu þeir flautur þegar kauphallabjöllunni var hringt en skráning Kaldvíkur tekur gildi á morgun.
„Nú er félagið sem hefur bara verið skráð í norsku kauphöllina að skrá sig núna á Nastaq á Íslandi. Þetta gefur íslenskum fagfjárfestum enn þá betra tækifæri að kaupa í félaginu. Þegar verður horft til hlutafjáraukningar í framtíðinni til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins þá er orðið betra fyrir íslenska fjárfesta að koma sterkar inn í félagið og með sterkari hætti,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Kaldvíkur.
Lax
Laxeldi
Heimilisfang
Kaldvík ehf.
Strandgata 18,
735 Eskifjordur
Netfang
contact@kaldvik.is
© 2025 Kaldvik