Í fyrsta áfanga eru hrogn frjóvguð. Það tekur 90 daga fyrir frjóvguð hrogn að klekjast út við 5 - 6 gráðu hita.
Eftir að hrogn hafa verið frjóvguð og klekjast út eru þau sett í ferskvatnstanka þar sem þau vaxa frekar. Þau fá sjálfbæra næringu úr hæsta gæðaflokki. Þegar þau verða um 40-50 gr. eru þau bólusett til að tryggja varnir gegn sjúkdómum. Áður en þau eru svo færð í saltvatn fara þau í gegnum aðlögunarferli sem undirbýr laxinn fyrir líf í saltvatni. Í þessu ferli fær laxinn silfraðan liti og straumlínulaga form.
Eftir að fiskurinn hefur lokið þessu aðlögunarferli er hann færður á aðra stöð þar sem hann er látinn vaxa áfram á landi. Þetta er gert til þess að hafa fiskinn eins stóran og mögulegt er áður en hann er færður út í sjó. Sjórinn er mjög kaldur og tær í íslenskum fjörðum, og við undirbúum fiskana eins vel og hægt er fyrir heilbrigt líf í sjónum.
Þegar fiskurinn er færður út á eldissvæði í sjó notumst við við brunnbáta til að tryggja að hann skili sér örugglega. Í sjónum er hann alinn í kvíum úr neti þar sem ferskt vatn rennur í gegn. Þetta tryggir bestu aðstæður fyrir fiskinn að alast upp í.
Slátrunin fer fram þegar fiskurinn hefur náð 4 - 7 kg. að þyngd, og fer fram yfir allt árið. Slátrunin fer fram á sláturstöðinni okkar, og við tryggjum a ferlið er eins skilvirkt og mögulegt er. Þegar búið er að slátra upp úr einni eldisstöð er hún hvíld í 2 - 5 mánuði áður en byrjað er að ala upp nýjan fisk.
Lax
Laxeldi
Heimilisfang
Kaldvík ehf.
Strandgata 18,
735 Eskifjordur
Netfang
contact@kaldvik.is
© 2025 Kaldvik