Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta á First North vaxtarmarkaði Nasdaq við opnun markaða í dag, að því er segir í tilkynningu.
Til að marka tímamótin var haldin skráningarathöfn eftir lokun markaða í gær við bryggju Randúlffssjóhúss á Eskifirði við höfuðstöðvar félagsins. Guðmundur Gíslason, forstjóri Kaldvíkur, hringdi bjöllunni ásamt framkvæmdastjórn, stjórn félagsins og Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að viðstöddum gestum.
Með skráningunni hefur félagið öðlast tvöfalda skráningu en það er einnig skráð í kauphöllina í Osló í Noregi. Auk þess hefur félagið sem fyrr segir breytt nafni sínu í Kaldvík.
Var skráningin á Íalandi meðal annars rökstudd með auknum áhuga íslenskra fjárfesta á fyrirtækinu og að umtalsverður hluti hlutafjárs sé þegar í eigu íslenskra fjárfesta.
Lax
Laxeldi
Heimilisfang
Kaldvík ehf.
Strandgata 18,
735 Eskifjordur
Netfang
contact@kaldvik.is
© 2025 Kaldvik