MenuMenu
26 Sept, 2024  •  Stakeholders

Ice Fish Farm is marketed as Kaldvík 

Kald­vík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta á First North vaxt­ar­markaði Nas­daq við opn­un markaða í dag, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Til að marka tíma­mót­in var hald­in skrán­ing­ar­at­höfn eft­ir lok­un markaða í gær við bryggju Rand­úlf­fs­sjó­húss á Eskif­irði við höfuðstöðvar fé­lags­ins. Guðmund­ur Gísla­son, for­stjóri Kald­vík­ur, hringdi bjöll­unni ásamt fram­kvæmda­stjórn, stjórn fé­lags­ins og Magnúsi Harðar­syni, for­stjóra Nas­daq Ice­land, að viðstödd­um gest­um.

Með skrán­ing­unni hef­ur fé­lagið öðlast tvö­falda skrán­ingu en það er einnig skráð í kaup­höll­ina í Osló í Nor­egi. Auk þess hef­ur fé­lagið sem fyrr seg­ir breytt nafni sínu í Kald­vík.

Var skrán­ing­in á Íalandi meðal ann­ars rök­studd með aukn­um áhuga ís­lenskra fjár­festa á fyr­ir­tæk­inu og að um­tals­verður hluti hluta­fjárs sé þegar í eigu ís­lenskra fjár­festa.

Footer CTA Banner

Care for salmon and heritage

Address

Kaldvík ehf.

Strandgata 18,

735 Eskifjordur

Email

contact@kaldvik.is

© 2025 Kaldvik